- Advertisement -

Kolbeinn hugsi yfir Sjálfstæðisflokki?

Kolbeinn Óttarsson Proppé Vg er ekki glaður með samstarfsmenn sína í ríkisstjórninni. Hann skrifar:

„Þetta er nú meira ruglið. Eins og ég segi við Kjarnann: „Álykt­unin sem þeir draga varð­andi leiðir til að styrkja einka­rekna fjöl­miðla benda til þess að þeir séu ekki staddir í nútím­anum og því fjöl­miðlaum­hverfi sem við búum við, heldur fastir í eigin kredd­um.“

Að ætla að kippa Rúv að auglýsingamarkaði sísona, án nokkurra aukinna fjármuna, upp á óljósa von um að það fari allt til einkarekinna fjölmiðla, er ekki fagleg tillaga. Lang líklegast er að með því færi þeir félagar erlendum efnisveitum hundruð milljóna á einu bretti og þetta færði þannig störf úr landi.

Hér hefur andstaðan við Rúv hlaupið með menn í gönur, misgáfulegar kreddur byrgja sýn. Maður verður hugsi varðandi framhald á vinnu starfshóps sem ég leiði um að skoða málefni Rúv þegar tveir stjórnarþingmenn leggja svona fram.“

Félagarnir fá ekki háa einkunn hjá samstarfsmanninum. Og þetta: „Maður verður hugsi varðandi framhald á vinnu starfshóps sem ég leiði um að skoða málefni Rúv þegar tveir stjórnarþingmenn leggja svona fram.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: