Enginn Klausturkarlanna hefur séð eða sér ástæðu til að hætta þingmennsku vegna afar dónalegrar og subbulegrar framkomu í garð fjölda kvenna. Kolbeinn Óttarsson Proppé er hins vegar ákveðin í að hætta. En hættir samt ekki strax. Hvers vegna?
„Mér þykir leitt hvernig ég hef hagað mér, ég biðst afsökunar á því,“ segir Kolbeinn í langri grein um eigin stöðu.
Það er óþarft að rifja upp dólgskjaftinn á Miðflokksmönnum. Sem ætla allir aftur í framboð, eftir því sem bert er vitað.