Greinar

Klukkan tifar – kosningar nálgast – björgin bregst

By Miðjan

January 26, 2021

Mynd: UJ.

Helsta, og jafnvel eina, von Katrínar Jakobsdóttur og flokks hennar að allt verði komið í sem best lag þegar kosið verður til þings í september. Að búið verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar og allt horfi þá til betri vegar.

Hvað sem öllu líður styttist til kosninga. Þær verða ekki umflúnar. Vinstri græn bera meiri ábyrgð en aðrir flokkar á hvernig tiltekst með bólusetningarnar. Því er það flokknum allt að því lífsnauðsyn að sem best takist til áður en kosið verður í september.

Nýjustu fréttir er ekki síst vondar fyrir Vinstri græn. Nú er fullkomin óvissa um að búið verði að bólusetja það margt fólk að komið verði hjarðónæmi. Óvíst er að unnt verði að aflétta takmörkunum fyrir haustið.

Innan Vinstri grænna hefur verið horft til þess að þrengingar flokksins verði að baki ef sigrar vinnast í baráttunni við Covid. Í dag er allsendis óvíst um að svo verði. Klukkan tifar. Sú björg sem Vinstri græn hafa horft til virðist vera að bregðast. Lyfjaframleiðendur virðast ekki geta framleitt nóg af mótefnum. Óvissan er mikil og mun jafnvel teygja sig fram yfir þingkosningarnar í september.

-sme