- Advertisement -

Klúðurmál draga úr fylgi ríkisstjórnar

Sigurður Pétursson sagnfræðingur skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Hann skrifar um framgöngu Týs Viðskiptablaðsins í garð Kristrúnar Frostadóttur. Í grein Sigurðar segir meðal annars:

Kannski skynjar hann að ríkisstjórnarflokkarnir séu að uppskera eins og þeir hafa sáð. Að dalandi gengi stafi af ótal klúðurmálum, ómannúðlegri stefnu gagnvart stórum samfélagshópum, lögbrotum við bankasölu, yfirgangi við ráðningar og ranglátri skattastefnu.

Kristrún Frostadóttir er eini stjórnmálamaðurinn í seinni tíð sem hefur kaffært núverandi fjármálaráðherra í rökum og skynsemi. Hún hefur bent á lausnir jafnaðarstefnunnar þannig að allir skilja. Þetta hræðir sértrúarsöfnuð Týs – ekki síður en einörð barátta Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Eina huggun Týs er að það er langt í næstu kosningar og því kannski tími til að brugga ný ráð, spinna nýjar sögur og setja upp ný leiktjöld til að blekkja lýðinn.

Þó er allt eins víst að sú alda sem nú rís fyrir jafnara og réttlátara samfélagi, skoli breytingum á land á næstu misserum – og taki í útsoginu með sér fúleggin sem Týr og samherjar hans dreifa vikulega í safnaðarritinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: