„Þann 21. september 2019 sendu formenn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur og Íbúasamtaka 3. hverfis (Hlíða, Holta og Norðurmýrar) bréf til formanns Mannréttinda,- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Dóru Bjartar Guðjónsdóttur þar sem því var mótmælt að hverfisskipan hverfisráðanna yrði breytt en hverfin höfðu áður hvort sitt hverfisráð en áttu nú að deila íbúaráði. Töldu formennirnir að hverfin væru of ólík og hagsmunir íbúa hverfanna svo mismunandi að það gæti heft starf íbúaráðsins.“
Þetta er bein tilvitnun í fundargerð síðasta fundar hjá Íbúasamtökum Miðborgar Reykjavíkur og Íbúasamtaka 3. hverfis (Hlíða, Holta og Norðurmýrar).
„Gallar þessa fyrirkomulags eru nú að koma ljós, til dæmis á því að ráðsfólki hefur aldrei tekist að halda sig innan fyrirhugaðs fundartíma vegna fjölda mála og vegna tímaskorts hafa brýn mál ekki enn komist á dagskrá.“
Sá sem skrifar fundargerðina skrifar: „Mér finnst einnig sem formanni Íbúasamtaka Miðborgar heldur hafa hallað á mitt hverfi og má nefna að á þessum fundi eru bara tvö mál af ellefu sem gætu kallast sértæk mál miðborgarinnar og síðasti fundur fór nánast allur í að ræða fyrirhuguð smáhýsi í Hlíðahverfi. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þarf að koma sér upp vinnulagi sem tryggir að hverfunum sé sinnt jafnt, að minnsta kosti á meðan núverandi fyrirkomulag er við lýði.“
Fundurinn stóð yfir í þrjár og hálfa klukkustund.
Opið er fyrir umræður um fréttina hér að neðan.