- Advertisement -

Klofningur að myndast innan SA

Steinþór Jónsson.

„For­ysta Sam­taka at­vinnu­lífs­ins er veik. Til for­ystu velst fólk úr fá­menn­um hópi allra stærstu fyr­ir­tækj­anna. Mest launþegar án beinna hags­muna sem eig­end­ur rekstr­ar og yf­ir­leitt ekki með neina aðra hags­muni en að ná sem bestri út­komu fyr­ir sitt fyr­ir­tæki og síðan sjálfa sig. Stoppa stutt við og inn kem­ur „nýtt“ fólk úr sömu átt. Öllu miðstýrt með upp­still­ingu. Hags­mun­ir stórs hluta fé­lags­manna SA eru fyr­ir borð born­ir í hvert sinn er samið er um kaup og kjör.“

Steinþór Jónsson bakarameistari skrifar svo í Moggagrein í dag. Steinþór er ósáttur við SA. Og það aldeilis. Hann segir Samtökin ávallt hafa hagsmuni þeirra stærstu að leiðarljósi. „Verka­lýðsfé­lög virðast miða sín­ar kröf­ur við hag sinna minnstu bræðra en SA við hag sinna stærstu meðlima. Á sama tíma kalla sam­tök­in eft­ir sam­stöðu í eig­in ranni en eru með inn­byggt ójafn­vægi sem ger­ir það að verk­um að þeir hinir stærri ráða för,“ skrifar Steinþór.

Hann er hugsi um tilganginn með Samtökum atvinnulífsins:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mörg nýrri fyr­ir­tæki sjá sér ekki hag í því að vera inn­an SA.

„Stærri og stærri hluti meðlima SA hef­ur ekki bol­magn til standa und­ir því sem samið er um, ver­andi í harðri sam­keppni, ekki síst við inn­flutn­ing. Engu að síður vilja sam­tök­in hafa um allt að segja, þiggja meðlima­gjöld byggð á um­fangi rekstr­ar og þenja út starf­sem­ina á þann hátt að enga krónu má missa. Hef­ur und­ir­ritaður sem meðlim­ur sam­tak­anna haft þann eina hag af ver­unni að hægt hef­ur verið að mæta á aðal­fund og fá „frítt“ að borða í há­deg­inu. Sem er auðvitað blekk­ing, nær væri að tala um dýr­asta há­deg­is­verð árs­ins. Þau mál sem ég hef leitað til SA með hafa ein­hvern veg­inn leyst sig sjálf án þess að aðkoma sam­tak­anna hafi skipt nokkru eða bætt stöðu míns fyr­ir­tæk­is. Hygg ég að svo sé um marga aðra. Mörg nýrri fyr­ir­tæki sjá sér ekki hag í því að vera inn­an SA, marg­ir úr minni stétt eru hætt­ir og aðrir búa sig til brott­far­ar. Erfitt er fyr­ir nokk­urt lítið eða meðal­stórt fyr­ir­tæki að rétt­læta fleiri hundruð þúsunda eða millj­óna greiðslur fé­lags­gjalda inn í SA eins og mál­um er háttað. Eig­end­ur fyr­ir­tækj­anna fengju meira fyr­ir krón­urn­ar með niður­greiðslu skulda en að kasta þeim í til­gangs­leysið í Borg­ar­túni 35.

Grein Steinþórs er lengri. Meðal annars gagnrýnir hann Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: