- Advertisement -

Klofinn Sjálfstæðisflokkur

Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir.

Okkur finnst að best sé að reka Hildi og Katrínu úr flokknum. Þannig talar viðmælandi Miðjunnar. Aðrir hafa tekið undir með honum.

Meðal Valhellinga er ósætti með framgöngu Hildar Björnsdóttur og Katrínar Atladóttir. Tveggja af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Ástæða er sögð vera sú að þeir séu nærri Samfylkingunni en Sjálfstæðisflokki í borgarstjórn.

Innan Valhallar þykir það ekki fínt og alls ekki þeim framdráttar. Viðmælendum okkar þykir Eyþór Arnalds bera ábyrgð hvernig komið er fyrir borgarstjórnarflokknum.

Sú skoðun er uppi að best sé að víkja þeim Hildi og Katrínu úr borgarstjórnarflokknum og leita nánara samstarfs við þær Vigdísi Hauksdóttur Miðflokki og Kolbrúnu Baldursdóttir Flokki fólksins. Meðan núverandi staða er ráðandi sé einskis að vænta af átta manna borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.

Rétt er að ekki fer mikið fyrir stærsta flokknum innan borgarstjórnar. Sú staðreynd fellur í grýttan jarðveg innan Valhallar. Þar er vilji til að ganga harðar fram i stjórnarandstöðunni í Reykjavík.

Það kraumar undir niðri. Hvernig verður brugðist við un skýrast fyrr en síðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: