Það sást skýrt á Þingvöllum í gær og það sást skýrt á Austurvelli á 17. júní að þau sem flokka sig sem fyrirmenni vilja girða sig af. Frá þjóðinni, frá almenningi. Til þess brúka þau víggirðingar og Víkingasveit.
Þingfundurinn á Þingvöllum var ekki hátíðlegur eða viððeigandi. Hann var umfram allt afar hallærislegur. Hann kostaði mikið og var ekki einnar krónu virði. Til að ná fram samstöðu elítunnar fengu allir þingflokkar að tala. Innihaldslitlar og flatar ræður undirstrikuðu enn frekar hversu vandræðalegt þetta allt var.
Helst stendur eftir ósk eins formannsins um að fjölmiðlar láti nú stjírnmálamenn í friði. Til að þeir geti haft þögn um verk sín.
Danski heiðursgesturinn og Fálkaorðuhafinn jók á skömmina, en skapaði hana ekki. Þar fór Steingrímur J. Sigfússon fremstur í flokki. Og hin, aðrir en Píratar, klöppuðu í takt.
Nú er spurt, hvort allar þessar víggirðingar séu í raun til að halda almúganum utan við leiksvið fáránleikans eða til að girða hin íslensku fyrirmenni frá þjóðinni?
Fyrirmenninn vilja halda sig sér. Vilja ekki deila kjörum með okkur og þeim líður best innan girðingar. Því er best að hafa þau þar, hafa þau sér.
Sigurjón M. Egilsson.