- Advertisement -

Klofin þjóð

Bilið milli þeirra sem mest hafa og þeirra sem minnst hafa breikkar og breikkar. Allt eftir prógrammi sem sett hefur verið upp. Meðan, til dæmis öryrkjar og eldri borgara, hafa það verr hér en víðast, hefur stjórnmálafólkinu hér tekist að koma því þannig fyrir að leit er í öllum heiminum að stjórnmálafólki sem fær betur borgað en það íslenska.

Um þetta er nánast einhugur í húsi valdsins. Því miður hefur verið unnið að mismuninni með þátttöku eða velvild flestra sem fá nokkru um þetta ráðið. Fátt er sterkara en samtrygging stjórnmálamanna. Svo ekki sé talað um þegar þeirra eigin hagur er undir.

Breytingarnar á orðræðu forsætisráðherra, augnablikum áður en hún komst í ríkisstjórn, og þess sem hún segir nú og gerir, er ekkert einsdæmi, bara eitt af þeim nýrri. Og skýrari. Það fólk sem er skilið eftir í neyð og angist verður að taka eitthvað til bragðs. Eitthvað róttækt.

Þjóðhátíðardagurinn var í gær. Þá sást enn og aftur hvernig er búið að kljúfa þjóðina. Sérsveitin og víggirðingar eru til að hinn almenni borgari komist hvergi nærri þegar „fínasta“ fólkið tekur yfir Austurvöll. Breytingarnar sem gerðar hafa verið hafa orðið til þess að venjulegt fólk kemur hvergi nærri, enda einungis boðið upp á niðurlægingu. Og það á þjóðhátíðardaginn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fína“ fólkið hefur girt sig af. Það er við hæfi. Þau klufu þjóðina og sýna það með táknrænum hætti á 17. júní. Höldum þeim innan girðingar.

Sigurjón M. Egilsson.

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: