- Advertisement -

Klíkuveldi ræður Hæstarétti

Það er líka ekki boðlegt það banda­lag sem mynd­ast með þess­um hætti milli laga­deild­ar HÍ og rétt­ar­ins.

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, er enn gagnrýninn á réttinn. Hann segir að við þær breyt­ing­ar sem Landsréttur varð til hafi verið ljóst að verk­efni Hæsta­rétt­ar drægust sam­an, svo um munaði.

„Fast­ir dóm­ar­ar við rétt­inn voru níu fyr­ir breyt­ing­una, en urðu sjö sam­kvæmt hinum nýju lög­um. Ábend­ing­ar komu fram um að þeir þyrftu ekki að vera nema fimm eins og þeir reynd­ar voru lengst af á síðustu öld. Rétt­ur­inn mun sjálf­ur hafa óskað eft­ir að dóm­ar­ar yrðu sjö og var það látið eft­ir hon­um.

Hér skal full­yrt að þetta er al­ger óþarfi. Miðað við um­fang starfa rétt­ar­ins nú ættu dóm­ar­ar ekki að vera fleiri en fimm sem tækju þá all­ir þátt í meðferð og af­greiðslu allra mála sem rétt­ur­inn dæm­ir,“ skrifar Jón Steinar í Mogga dagsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Til dæm­is eru fjór­ir þeirra sitj­andi í föst­um kenn­ara­stöðum við laga­deild Há­skóla Íslands, þrír sem pró­fess­or­ar og einn dós­ent.

„Það er satt að segja frem­ur und­ar­legt að rétt­ur­inn skuli sjálf­ur hafa viljað að dóm­ar­arn­ir yrðu fleiri en þörf er á. Í ljós er komið að þeir eru farn­ir að gegna um­fangs­mikl­um störf­um utan rétt­ar­ins. Til dæm­is eru fjór­ir þeirra sitj­andi í föst­um kenn­ara­stöðum við laga­deild Há­skóla Íslands, þrír sem pró­fess­or­ar og einn dós­ent. Þetta er nýtt í sögu rétt­ar­ins. Í fortíðinni hafa kenn­ar­ar sem hlotið hafa skip­un í Hæsta­rétt jafn­an sagt kennslu­stöðum sín­um laus­um. Nefna má í dæma­skyni Ármann Snæv­arr, Þór Vil­hjálms­son, Arn­ljót Björns­son, Markús Sig­ur­björns­son, sjálf­an mig og Viðar Má Matth­ías­son. Fyrsta dæmið um þessa sér­kenni­legu nýbreytni er Bene­dikt Boga­son, sem gegn­ir pró­fess­ors­stöðu við laga­deild HÍ. Það gera núna líka Björg Thorarensen og Ása Ólafs­dótt­ir. Karl Ax­els­son er dós­ent. Þannig sitja nú fjór­ir af sjö dómur­um rétt­ar­ins í föst­um kennslu­stöðum við laga­deild HÍ.“

Þetta er merkilegt. Einhvern tíma var það svo að launakjör dómara voru með mestu ágætum til að tryggja hlutleysi gagnvart allt og öllu. Kannski er launakjörin og réttur til eftirlauna enn með þeim ágætum en dómara meiga nú stíga yfir línuna. Það getur ekki verið til bóta.

Jón Steinar segir þetta vera óboðlegt bandalag.

Það er líka ekki boðlegt það banda­lag sem mynd­ast með þess­um hætti milli laga­deild­ar HÍ og rétt­ar­ins. Deild­in hef­ur því hlut­verki að gegna að fjalla með gagn­rýn­um hætti um dóma­fram­kvæmd í land­inu. En þarna eru all­ir vin­ir. Þeir gefa út heiðurs­rit hinum til veg­semd­ar og sitja sam­an í nefnd­um, sem fara með veiga­mik­il völd í dóms­kerf­inu, t.d. við að meta hæfni dóm­ara­efna. Aug­ljós dæmi eru fyr­ir hendi um mis­notk­un á þessu síðast­nefnda valdi.“

Klíku­veldið er alls ráðandi.

Samkvæmt þessu bætist einskis nýtur hégómi við.

„Svo gegna dóm­ar­arn­ir einnig öðrum auka­störf­um sem hljóta að telj­ast um­fangs­mik­il. Einn er for­seti end­urupp­töku­dóms. Tveir sitja í réttar­fars­nefnd sem hef­ur að gegna um­fangs­miklu starfi við samn­ingu laga­frum­varpa o.fl. Hvernig geta dóm­ar­ar við Hæsta­rétt tekið þátt í að semja laga­frum­vörp með þess­um hætti? Fleiri dæmi um slík auka­störf mætti telja en verður ekki gert hér.

Þá læðist að manni grun­ur um að dóm­ar­arn­ir í Hæsta­rétti hafi séð sér leik á borði við stofn­un Lands­rétt­ar að tryggja sjálf­um sér mögu­leika til aukastarfa sem greidd­ar eru væn­ar þókn­an­ir fyr­ir. Þess vegna hafi þeir viljað vera sjö en ekki fimm eins og við blasti að væri nóg. Væri ekki rétt að Há­skóli Íslands upp­lýsti al­menn­ing um launa­greiðslur sín­ar til þess­ara hæsta­rétt­ar­dóm­ara?“

Halda má að dómarar séu óseðjandi eins og sumir aðrir.

Jón Steinar endar grein sína svona, en þar er margt merkilegt að finna:

Í 61. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar er að finna ákvæði um dómsvaldið. Þar er gert ráð fyr­ir að í land­inu starfi dóm­ar­ar, „sem ekki hafa að auki umboðsstörf á hendi“.

Í gegn­um tíðina hef­ur verið litið svo á að dóm­ar­ar Hæsta­rétt­ar hafi verið þeir einu sem þetta gat átt við um. Nú virðist það ekki gilda leng­ur.

Að lok­um skal þess getið að Hæstirétt­ur hef­ur því hlut­verki að gegna að til­nefna full­trúa í fjöl­marg­ar stjórn­ir og nefnd­ir í stjórn­sýslu. Það hef­ur vakið at­hygli manna að þar eru nær ein­göngu til­nefnd­ir lög­fræðing­ar sem tengj­ast beint laga­deild HÍ en nær eng­ir frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Klíku­veldið er alls ráðandi. Alþingi ætti að taka á þessu og nema með öllu úr lög­um heim­ild­ir Hæsta­rétt­ar til þess­ara tilnefninga. Það er líka vand­séð hvernig unnt er að tryggja hlut­lausa stöðu dóm­stóls­ins til verka slíkra nefnda, sem hann sjálf­ur hef­ur átt þátt í að skipa, ef á slíkt reyn­ir fyr­ir dóm­in­um.

Það er löngu kom­inn tími til að trúnaðar­menn al­menn­ings á Íslandi átti sig á þeirri sjálfsþjónk­un sem rík­ir í starfi æðsta dóm­stóls þjóðar­inn­ar og grípi til ráðstaf­ana til að upp­ræta hana.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: