- Advertisement -

Klausturmálið: Þögnin litlu betri

Haukur Arnþórsson skrifar:

Haukur Arnþórsson.

Það vekur athygli í Klaustursmálinu hjá siðanefnd Alþingis að þeir sem ekki voru hvað orðljótastir sleppa við áfellisdóma. Sú afstaða er mjög gamaldags og bendir ekki til þess að einstaklingar í ráðgjafarnefndinni hafi viðeigandi og nútímalega menntun og hæfni á þeim sviðum félagsvísinda sem fjalla um einelti.

Í eineltisfræðum er nú alltaf talað um þrjá hópa, en ekki tvo eins og áður fyrr og sem niðurstaðan á Alþingi byggir á: hóparnir eru (i) gerendur, (ii) áhorfendur og (iii) þolendur. Hópurinn áhorfendur hefur bæst við – hann er á ensku kallaður „enabler“, sem þýðir að hann gerir eineltið mögulegt. Þetta get ég staðfest eftir áralanga þátttöku mína í rannsóknum á einelti á netinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þegar dæma á í siðamálum Klaustursmanna verður því líka að áfellast þá sem þögðu þunnu hljóði: þeir voru „enablerar“ og gerðu árásirnar mögulegar.

Fengið af Facebooksíðu Hauks. Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: