Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:
Vikur eftir viku sitja þau og reyna að púsla saman brotum héðan og þaðan þar til hégóma Sigurðar Inga verður fullnægt.
Forystumenn núverandi stjórnarflokka sitja nú og reyna að berja saman ríkisstjórn. Erfiðast er kosningasigur Framsóknar. Sem var með bestu auglýsingarnar í kosningabaráttunni.
Katrín formaður Vinstri grænna vill vera áfram forsætisráðherra og Bjarni Ben vill eðlilega vera áfram fjármálaráðherra. Hvað á þá að gera við Sigurð Inga? Hann vill ekki lengur var með lítið og lítt spennandi ráðuneyti. Hann finnur til sín.
Þeim kemur bara eitt til hugar. Þau ætla að hræra upp í allri stjórnsýslunni og safna saman hinu og þessu í nýtt SigurðarIngaráðuneyti. Þetta kann að hljóma sem brandari en er það alls, alls ekki. Þetta er alvara.
Vikur eftir viku sitja þau og reyna að púsla saman brotum héðan og þaðan þar til hégóma Sigurðar Inga verður fullnægt.
Þau þurfa ekki að sitja lengi yfir málefnum. Unnu saman síðustu fjögur ár. Hálendisþjóðgarðurinn fer í ruslið. Það þarf bara að sameinast um hentuga líkræðu. Sama með stjórnarskrárbreytingarnar. Fínt orðað dánarvottorð dugar.
Sjálfstæðisflokkurinn bauð ekki upp á nein kosningaloforð. Það er ekki þeirra stíll. Þeir sækjast bara eftir völdum. Flóknara er það nú ekki.
Svo er það gamla Framsókn sem hingað til hefur ekki kostað eina einustu krónu. Nú er loft í formanninum. Þá er eitt að gera. Týna til handa honum brot héðan og þaðan og safna í hið nýja SigurðarIngaráðuneyti. Allt er mögulegt. Annað en það sem skerðir völd þeirra Valhellinga.
Eitthvað er langt í land. Þau segjast ætla að vera nokkrar vikur að safna saman brotum héðan og þaðan. Nema þau sjái tækifæri í því að láta þetta ganga svo hægt.