Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:
Mér finnst lambakjöt gott. Besta kjötið reyndar. Verður að vera svolítið feitt. En fjárhagur minn leyfir ekki kaup á lambahrygg á rúmar þrjú þúsund krónur kílóið. Okurstofnun þessi kjötiðnaðardeild Framsóknarflokksins.
Hvort ættum við að tala um fótboltaaðila eða fótboltaeinstaklinga?
Sagt er að Sovétríkin hafi liðið undir lok um 1990. Þeir vita ekki af þessu heimdallarkommúnistarnir hja pósti og tolli. Þar telja sumir helsta hlutverk sitt að vera venjulegu fólki til leiðinda. Í hinum fræga fyrirspurnatíma í útvarpinu í Erevan spurði hlustandi af hverju sovéskir lögreglumenn væru alltaf þrír saman. Jú var svarið, einn kann að lesa, annar að skrifa og sá þriðji er þarna til þess að hafa gætur á ands….s menntamönnunum. Þetta er enn svona hjá póstinum.