Mynd: Kameron Kincade.

Fréttir

Kjötið hefur setið eftir í verðlagsþróun

By Miðjan

May 04, 2021

„Við svínabændur héldum okkar aðalfund þar sem við samþykktum að starfsemi Félags svínabænda myndi færast undir Bændasamtökin,“ segir Ingvi Stefánsson.

„Góður fundur þar sem formaður og frkv.stj. BÍ fóru yfir stöðu mála með okkur. Ég upplifi kraft og metnað í forystusveit Bændasamtakanna. Vonandi betri tíð framundan fyrir íslenskan landbúnað. Það er kannski tímanna tákn að frkv.stj. Landssamtaka sauðfjárbænda Unnsteinn Snorri Snorrason aðstoðaði mig við gagnaöflun fyrir fundinn. Vorum að leika okkur aðeins með því að horfa ansi langt aftur í tímann. Persónulega finnst mér þetta áhugaverðasta línuritið sem ég kynnti á fundinum. Hér horfðum við aftur til ársins 1993 og þá má glöggt sjá hvað kjötið situr eftir í verðlagsþróun.  Þarna sjáum við gögn frá Hagstofunni þar sem Vísitala neysluverðs og tvær undirvísitölur hennar hafa verið stilltar á 100 árið 1993. Sérstaklega finnst mér áhugavert að sjá hvernig kjötvísitalan situr eftir f.o.m. hrunárinu 2008. Nú er bara spurning, eigum við að berja okkur á brjóst og stæra okkur af þessari þróun? Eða má kannski frekar segja að það sé ekki innistæða fyrir þessari þróun og að eitthvað þurfi að breytast í okkar starfsumhverfi? Spyr sá sem ekki veit.“