Gunnar Smári skrifar:
Við þurfum að hrekja auðvaldið frá völdum áður en það eyðileggur menntakerfið endanlega með sínum skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum um að hægt sé að reka stofnanir eins og fyrirtæki á markaði. Við þurfum að endurreisa skólakerfið, færa völdin aftur frá fjármálavaldinu til þeirra sem sinna kennslu, taka völdin af hinni einangruðu elítu auðs og valda og færa þau nemendum og kennurum sem starfa með nemendum, fólks sem veit hvað skóli er, hvað kennsla er og hvað menntun er. Þetta þurfum við að gera ef við viljum á annað borð að börnin okkar læri að lesa. Í dag eru 522 dagar til kosninga: Kjósum auðvaldið burt!