- Advertisement -

Kjósa sig frá hefðbundnum stjórnmálum

Báðir eru þeir Zelensky og Macron nýliðar í pólitík. Eins og Trump.

Gunnar Smári skrifar:

Gleðiefni fyrir þau sem óttast uppgang þjóðernishyggju í Evrópu. Lærdómurinn er að allskonar framboð geta sigrað nýfasistana þegar valkostur kjósenda er að velja á milli þjóðernissinna eða einhvers annars. Volodymyr Zelensky fékk 73% á móti 25% til Petros Porosjenkos; Emmanuel Macron fékk 66% á móti 25% til Marine Le Pen. Báðir eru þeir Zelensky og Macron nýliðar í pólitík, lítt tengdir hefðbundnum stjórnmálaflokkum og stjórnmálamenningu; eins og margir frambjóðendur og flokkar þjóðernissinna. Eins og Trump.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Uppgangur þjóðernishyggju byggir því á töpuðu trausti almennings á hefðbundnum stjórnmálaflokkum, -frambjóðendum og -menningu. Kjósendur eru ekki að kjósa þjóðernishyggjuna heldur að kjósa sig frá hefðbundnum stjórnmálum. Ef kjósendur fá annan kost gegn hefðbundnum stjórnmálum en þjóðernishyggjuna; þá velja þeir þann kost. Það má segja að lærdómurinn sé að kjósendur upplifi að allt sé betra en þjóðernisfasisminn – nema stjórnmál, eins og þau hafa verið stunduð síðustu áratugi (lesist: valdaafsal hins lýðræðislegra vettvangs til hins svokallaða markaðar, afneitun á stéttaátökum, linnulaus eftirgjöf til hinna ríku og valdamiklu, niðurbrot velferðarkerfis og einkavæðing innviða á borð við vegi og orkugeirans o.s.frv.).


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: