- Advertisement -

Kjósa bara kjánaprik Óla Björn?

Úr nýrri Moggagrein eftir Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, úr Suðvesturkjördæmi:

Rauða Valhallarrútan. Óli Björn fær hvíld fyrir eigin kjósendum á hringferð þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

„Oft finnst mér eins og það sé meiri skiln­ing­ur út á landi en á höfuðborg­ar­svæðinu á því að at­vinnu­lífið – fyr­ir­tæk­in í land­inu – skapa þau verðmæti sem okk­ur eru nauðsyn­leg til að standa und­ir vel­ferðarsam­fé­lag­inu. Út á landi ger­ir fólk meiri kröf­ur til sjálfs sín en annarra en það ætl­ast um leið til þess að hagræn­ir innviðir séu sterk­ir; góðar sam­göng­ur, öfl­ug ljós­leiðara­teng­ing, trygg og nægj­an­leg raf­orka. Traust­ir innviðir eru for­senda líf­væn­legs at­vinnu­lífs. Ekk­ert byggðarlag kemst af án at­vinnu­lífs­ins. Á lands­byggðinni þekk­ir fólk af eig­in raun að þegar fyr­ir­tækj­un­um geng­ur vel, þá geng­ur sam­fé­lag­inu vel.

Kraft­ar einkafram­taks­ins eru sýni­legri í fá­menni en fjöl­menni. Fram­taks­semi og hug­vit eins breyt­ir sam­fé­lagi, styrk­ir það og ger­ir það fjöl­breyti­legra. Í sam­býli við sjó­inn er það lífs­spurs­mál að sjáv­ar­út­veg­ur fái að dafna. Með sama hætti er land­búnaður und­ir­staða blóm­legra byggða. Ferðaþjón­ust­an er ný stoð með fjöl­breyti­leika sem hef­ur gefið áður óþekkt tæki­færi til ný­sköp­un­ar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á lands­byggðinni sjá menn tæki­fær­in til at­vinnu- og verðmæta­sköp­un­ar.

Þau eru mörg mál­in – lít­il og stór – sem fólk hef­ur rætt við okk­ur. Það er bjart­sýnt á framtíðina og reiðubúið til að tak­ast á við áskor­an­ir. Á lands­byggðinni sjá menn tæki­fær­in til at­vinnu- og verðmæta­sköp­un­ar. Skilja hve mik­il­vægt það er að sköp­un­ar­kraft­ur og hug­vit ein­stak­ling­anna sé virkjað. Vita af eig­in raun hverju mik­il­vægt það er að op­in­bert reglu­verk og kerfið sé ekki að „flækj­ast“ fyr­ir og gera ein­stak­ling­um erfiðara fyr­ir.

Lík­lega er það þess vegna sem hug­mynda­fræði tor­tryggn­inn­ar fest­ir illa ræt­ur út á landi. Hug­mynda­fræði átaka, sem þrífst á að reka fleyg milli launa­fólks og at­vinnu­rek­enda, milli kyn­slóða og milli dreif­býl­is og þétt­býl­is, á erfitt upp­drátt­ar meðal þeirra sem vita hvernig verðmæt­in verða til. Þeir sem skilja sam­hengið milli arðbærra fyr­ir­tækja, blóm­legs byggðarlags og öfl­ugs vel­ferðar­kerf­is, treysta en tor­tryggja ekki.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: