Myndvinnsla: Krosseyri.

Fréttir

Kjarabarátta eða bara slagsmál

By Miðjan

January 24, 2023

Mogginn í dag talar við Halldór Benjamín hjá SA og Jóhannes Þór hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Báðri viðra að beita verkbönnum gegn Eflingu,

„Ég tel eins og áður mjög óskyn­sam­legt að efna til ófriðar á vinnu­markaði við þess­ar aðstæður,“ sagði Hall­dór Benja­mín í Mogganum.

„Ég á erfitt með að sjá hvert enda­tak­markið er, annað en að efna til óþarfa slags­mála á milli viðsemj­enda og reyna með því að rétt­læta her­ská­ar yf­ir­lýs­ing­ar for­ystu fé­lags­ins,“ sagði Hall­dór Benja­mín.

Við hin höldum að endatakmarkið sé að laun lægstlaunaða fólkið nái að lifa af laununum. Einfalt.

Aðspurður hvort það kæmi til greina að beita verk­banni sagði Hall­dór Benja­mín að reynsl­an hefði kennt SA að úti­loka ekki neitt þegar kæmi að sam­skipt­um við for­ystu Efl­ing­ar.