Kjarabarátta eða bara slagsmál
Mogginn í dag talar við Halldór Benjamín hjá SA og Jóhannes Þór hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Báðri viðra að beita verkbönnum gegn Eflingu,
„Ég tel eins og áður mjög óskynsamlegt að efna til ófriðar á vinnumarkaði við þessar aðstæður,“ sagði Halldór Benjamín í Mogganum.
„Ég á erfitt með að sjá hvert endatakmarkið er, annað en að efna til óþarfa slagsmála á milli viðsemjenda og reyna með því að réttlæta herskáar yfirlýsingar forystu félagsins,“ sagði Halldór Benjamín.
Við hin höldum að endatakmarkið sé að laun lægstlaunaða fólkið nái að lifa af laununum. Einfalt.
Aðspurður hvort það kæmi til greina að beita verkbanni sagði Halldór Benjamín að reynslan hefði kennt SA að útiloka ekki neitt þegar kæmi að samskiptum við forystu Eflingar.