- Advertisement -

Kjánaleg yfirlýsing Samherja

Hvers vegna var Samherji að borga offjár fyrir kvóta til einstaklinga og framhjá stjórnvöldum, ef menn voru að tapa á þessu?

Marinó G. Njálsson skrifar:

Ein kjánalegasta yfirlýsing, sem ég hef heyrt lengi, er að útgerð Samherja í Namibíu hafi verið rekin með miklu tapi. Hvers vegna var Samherji að borga offjár fyrir kvóta til einstaklinga og framhjá stjórnvöldum, ef menn voru að tapa á þessu? Vá, við ætlum að borga einhverjum njóla helling af pening til að geta fengið að veiða makríl sem við erum síðan að tapa háum upphæðum á! Glætan að best rekna útgerðarfyrirtæki landsins (og þó víðar væri leitað) hafi ekki verið betur rekið en svo, að það tapaði háum upphæðum á makríl sem var svo eftirsótt að veiða, að fyrirtækið greiddi aukalega fyrir að fá að veiða makrílinn.

Þegar menn koma með svona yfirlýsingar, þá er gott að hafa í huga hvort það líti betur út að vera vanhæfur stjórnandi (sem felst í yfirlýsingunni) eða hafa gert viljandi eitthvað rangt (mögulega ólöglegt). Ég hef enga trú á því að stjórnendur Samherja hafi verið vanhæfir og hef því enga trú á því að fyrirtækið hefi tapað háum upphæðum á því að fara framhjá kerfinu til að fá aflaheimildir í Namibíu. Hafi það hins vegar verið reyndin, þá er bleik brugðið og ofmat mitt á hæfi stjórnenda fyrirtækisins er vandræðalegt. Ég verð að viðurkenna, að ég hélt stjórnendateymi Samherja vera framúrskarandi öflugt og gott. Að fyrirtækið hafi verið með útgerð í Namibíu, sem rekin var með bullandi tapi, passar bara ekki inn í þessa ímynd.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu Marinós.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: