- Advertisement -

KJ: Mér finnst þetta ömurlegt

- átök á Alþingi vegna einkavæðingar Fjölbrautarskólans við Ármúla.

Stjórnarandstæðingar eru mjög ósáttir við fréttir morgunsins, um að Fjölbrautarskólinn við Ármúla verði sameinaður Tækniskólanum.

Log Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna. Hann sagði að enn og aftur væri gengið framhjá Alþingi. Hann sagðist hissa á Bjartri framtíð og Viðreisn að sættast á þessa ákvörðun.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagðist vilja að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra mætti til þings og svaraði fyrir þá ákvörðun að sameina skólana. Katrín sagði allt þetta gert án nokkurs samráðs.

Katrín sagði að sér þyki þetta ömurlegt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði hvort til standi að einkavæða allan Ármúlann, en Klíníkin er jú gegnt Fjölbrautarskólanum við Ármúlann. Sigurður Ingi sagði þessu vondu vinnbrögð stunduð trekk í trekk.

Birgitta Jónsdóttir sagði vinnubrögðin ólíðandi. Hún upplýsti að þegar fimm flokkar reyndu myndun ríkisstjórnar, hafi hvorki Björt framtíð né Viðreisn, viljað einkavæða framhaldsskólana.„Þið sem eigið aðild að ríkisstjórninni; skammist ykkar.“

Svandís Svavarsdóttir sagði það vera rætast sem hún hafði mestar áhyggjur af. Það er að hægri stefnan myndi einkavæða framhjá Alþingi, framhjá Alþingi. „Það hefur engin umræða um þetta verið í menntamálanefnd.“ Svandís spurði hver sé afstaða Bjartrar framtíðar. „. Er sá flokkur nokkurs virði?“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: