- Advertisement -

Kirkjan verði sett til hliðar

Steinunn Þóra Árnadóttir l„Vitaskuld yrði hverjum og einum frjálst að fá þá blessun sem trú viðkomandi boðar á hvaða hátt sem er. Slíkur gjörningur hefði hins vegar ekkert gildi gagnvart hinu opinbera heldur varðaði einungis trúarsannfæringu hvers og eins. Fyrirkomulag þetta er við lýði víða um lönd og má þar vísa til Frakklands sem dæmis.“

Þetta er meðal þess sem segir í greinargerð þingsályktunartillögu þar sem Steinunn Þóra Árnadóttir er fyrsti flutningsmaður.

Tillagan er annars þessi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að vinna og leggja fram nauðsynlegar lagabreytingar svo hjónavígsluréttindi og skráning nafngifta verði alfarið flutt til borgaralegra embættismanna. Frumvörpin verði lögð fram svo fljótt sem auðið er, þó ekki síðar en 1. október 2017.“

Ekki síst er hugað stöðu samkynhneigðra með tillögunni. „Sú óvissa sem ríkir um „samviskufrelsi“ presta er óþægileg fyrir samkynja pör og aðstandendur þeirra, auk þess sem hún stríðir gegn hugmyndum fjölda fólks um jafnan rétt til þjónustu opinberra embættismanna og vernd borgaranna gegn mismunun. Staðan í núverandi lagaumhverfi varpar jafnframt ljósi á það hversu miklum vandkvæðum það getur verið bundið að setja sama aðila í þá stöðu að framkvæma trúarlega blessun og lögformlegan gjörning á sama tíma.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auk Steinunnar Þóru eru fllutningsmenn Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Smári McCarthy, Ásta Guðrún Helgadóttir, Viktor Orri Valgarðsson.

Hér má lesa þingsályktunartillöguna: http://www.althingi.is/altext/146/s/0188.html


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: