ínversk yfirvöld lesa Moggann. Það munar um minna. Kínverjarnir eru ekki ánægður með framgöngu ritstjórans,, Davíðs Oddssonar. Þeir skrifa langa grein þar sem þeir mótmæla skrifum Davíðs.
„Staðreyndir skipta meira máli en orð,“ segja Kínverjarnir, eftir lestur leiðara Davíðs.
„Ritstjórnargreinin heldur því fram að Kínverski kommúnistaflokkurinn hafi verið að draga fram og dreifa fölskum kenningum um hvernig faraldurinn hafi hafist og gripið til þess að senda erlenda blaðamenn úr landi til að fela ástandið í eigin landi. Þessar ásakanir ganga þvert á staðreyndir og eru eingöngu til þess fallnar að kasta ryki í augu lesenda. Fyrir það fyrsta, eins og Kína hefur margoft bent á, þá er sú vinna sem felst í að rekja uppruna vírussins gríðarlega flókin, þar sem affarasælast er að treysta á sérfræðiþekkingu vísindasamfélagsins,,“ segja þeir mjög ósáttir.
Þeir segja fullyrðingar Davíðs minna óþægilega á ómakleg ummæli frá vissum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum sem hafa verið að úthrópa Kína undanfarið og eðlilega fara menn að velta fyrir sér af hverju þessi ritstjórnargrein var birt. Eflaust má spyrja þess oftar. Kannski ekki daglega. En í áttina að því.
Af nógu er að taka, úr kínversku greininni. Til dæmis þetta:
„Ritstjórnargreinin ber einnig viðbrögð Kínverska kommúnistaflokksins við faraldrinum saman við viðbrögð Sovétríkjanna sálugu í sambandi við kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl og kemur með óábyrg ummæli um kínverska stjórnmálakerfið sem viðra úrelt kaldastríðsviðhorf og hugmyndafræðilega fordóma. Kína er ekki Sovétríkin sálugu, Kínverski kommúnistaflokkurinn er ekki Sovéski kommúnistaflokkurinn. Síðan Kínverski kommúnistaflokkurinn var stofnaður 1921 hefur flokkurinn leitt kínverska alþýðu til áður óþekkts sjálfstæðis og frelsis, auk þess að stuðla að sterkum efnahag og síauknum styrk þjóðarinnar og nýtur Kínverski kommúnistaflokkurinn óskoraðs stuðnings alls 1,4 milljarða landsmanna.“
Segjum þetta gott að sinni.