- Advertisement -

Keyptu óþarfa kerfi fyrir 34 milljónir

Kolbrún Baldursdóttir.

Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, leggur til að borgin skili fundarumsjónarkerfi, sem var keypt fyrir 34 milljónir króna, verði skilað. Enda hafi það aldrei verið notað og reiknar Kolbrún ekki með breytingu þar á.

„Í kjölfar fjölgunar borgarfulltrúa Reykjavíkur úr 15 í 23 við síðustu borgarstjórnarkosningar var farið í umfangsmiklar breytingar á fundarsal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hluti af þeirri framkvæmd var uppsetning fundaumsjónarkerfis sem var ætlað til að gera fulltrúum kleift að tala úr sæti en í 20. grein samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar kemur fram að borgarfulltrúar skulu að jafnaði veita andsvör og gera stuttar athugasemdir úr sæti sínu. Fundarumsjónarkerfið kostaði 34 milljónir. Í rúmt ár hefur fundarumsjónarkerfi (hljóðnemar) verið á borðum hvers borgarfulltrúa í þessum tilgangi en þeir hafa ekki verið virkir. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að mistök hafi verið gerð við að fjárfesta í slíku kerfi enda kerfið ekki í notkun og kemur varla til með að vera tekið í notkun. Þess utan er svona kerfi óþarft þar sem hingað til hafa borgarfulltrúar gengið í pontu til að veita andsvör og gera stuttar athugasemdir. Ekki mælir gegn því að þeir geri það áfram.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: