- Advertisement -

Kennitöluflakk þjóðaríþrótt Íslendinga?

„Þetta er þó ekki með öllu óþekkt hugtak og í Google-leit koma upp 29.900 leitarniðurstöður ef orðið kennitöluflakk er slegið inn. Kennitöluflakk er eins konar þjóðaríþrótt Íslendinga. Ef keppt væri í kennitöluflakki á Ólympíuleikum værum við eflaust ólympíumeistarar bæði á vetrar- og sumarleikum,“ sagði Karl Garðarsson, alþingsimaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag.

 

Hann vitnaði í nýlega forsíðufrétt Fréttablaðsins og sagði: „Þar kom fram að frá því ári eftir að stýrihópur um aðgerðir gegn kennitöluflakki lauk störfum hefur lítið verið gert. Kennitöluflakkarar leika enn lausum hala. ASÍ hefur metið það svo að tjón vegna þessa geti numið um 50 milljörðum króna á ári.“

Þingmaðurinn sagði að iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefði sagðt í viðtali vegna fréttarinnar að ekki væri von á frumvarpi um málið í vor. Málið væri komið í aðra nefnd og vandamálið væri meðal annars að ekkert væri til í lögum sem héti kennitöluflakk.

„Þetta er þó ekki með öllu óþekkt hugtak og í Google-leit koma upp 29.900 leitarniðurstöður ef orðið kennitöluflakk er slegið inn. Kennitöluflakk er eins konar þjóðaríþrótt Íslendinga. Ef keppt væri í kennitöluflakki á Ólympíuleikum værum við eflaust ólympíumeistarar bæði á vetrar- og sumarleikum,“ sagði Karl Garðarsson alþingismaður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann benti á að ASÍ hafi lagt fram tillögu í 16 liðum um aðgerðir til að sporna við kennitöluflakki. Sambandið telur nauðsynlegt að taka upp strangari reglur varðandi hæfi einstaklinga til að vera í forsvari fyrir félag með takmarkaða ábyrgð. Takmörk verði sett á nafnbreytingar félaga og þá lagt til að þeir sem ítrekað gerast sekir um kennitöluflakk missi hæfi tímabundið til að stofna eða vera í forsvari fyrir hlutafélög eða einkahlutafélög.

„Það er með ólíkindum að stjórnvöld, bæði núverandi og ekki síður og kannski aðallega fyrrverandi, hafi ekki tekið fast á þessu máli og að það skuli taka allan þennan tíma að fá frumvarp úr ráðuneytinu er algjörlega óásættanlegt. Það er beinlínis ótrúlegt að rúmum fimm árum eftir hrun skuli kennitöluflakkarar enn leika lausum hala. Það er mikið talað um forgangsröð hjá okkur. Í mínum huga á þetta að vera eitt af forgangsmálunum. Kennitöluflakkarar eru svartur blettur á þjóðfélaginu og við því verður að bregðast,“ sagði Karl Garðarsson á Alþingi í dag.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: