- Advertisement -

Kennitöluflakk: Vill ekki of harðar reglur

Samfélag Miðjan hefur greint frá að sá einstaklingur, sem oftast hefur stjórnað fyrirtæki í gjaldþrot á síðustu sjö árum, hefur rekið 29 fyrirtæki í gjaldþrot á þeim tíma.  Á sjö árum, eða oftar en á þirggja mánaðafresti í sjö ár. Tveir hafa rekið 22 fyrirtæki í þrot á sjö árum, einn tuttugu fyrirtæki. Síðan eru nokkrir aðrir sem hafa rekið á annan tug fyrirtækja í þrot á sjö árum. Þetta kom fram í samantekt sem Alþýðusamband Íslands vann vegna kennitöluflakks.

Viðskiptablaðið greinir frá að starfshópur á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis fer nú yfir upplýsingar sem hefur verið safnað í tengslum við mat á áhrifum kennitöluflakks á íslenskt viðskiptalíf.

„Við erum að skoða gögn frá Hagstofunni og Fyrirtækjaskrá sem geta gefið okkur vísbendingar um það hvert umfangið er til þess að geta ákveðið hvernig er rétt að bregðast við,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

„Ég vil ekki herða um of reglur um hvernig þú stofnar fyrirtæki eða hversu mikið hlutafé þarf,“ segir hún. „Það þarf að vera hægt að bregðast við þessari meinsemd án þess að koma í veg fyrir að fólk stofni fyrirtæki. Það má ekki draga úr þeim hvata,“ bætti hún við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Víða hefur verið fjallað um kennitöluflakk. Velferðarráðuneytið segir á heimasíðu sinni: „Oftast er þó átt við misnotkun eigenda í skjóli takmarkaðrar ábyrgðar. Felst það í stofnun fyrirtækis í sama atvinnurekstri og það félag sem hefur verið úrskurðað gjaldþrota til að losa undirliggjandi rekstur undan fjárhagslegum skuldbindingum en viðhalda samt eignum. Í slíkum tilvikum sitja birgjar, ríkissjóður og launþegar eftir með kröfur sem ekki fást greiddar og aðrir verða að standa undir t.d. með framlögum í ábyrgðarsjóð launa, hærra vöruverði o.s.frv.“

Eins birtist hér eftirfarandi fréttaskýring, sjá hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: