- Advertisement -

Kennir leti stjórnarandstöðunnar um

„Ég held að það verði yfirveguð umræða um þetta þegar menn nenna að setja sig ofan í málið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Segir líka að fjögur til fimm fyrirtæki sem falbjóða sig stærri fyrirtækjunum á hverjum einasta degi.

„Ég held að það verði yfirveguð umræða um þetta þegar menn nenna að setja sig ofan í málið,“ var loka svars Sigurðar Inga Jóhannssonar, í Morgunvaktinni á rás eitt, fyrr í morgun. Það var Björn Þór Sigbjörnsson sem talaði við Sigurð Inga.

Björn Þór spurði hvort ríkisstjórinni væri að setja allt í bál og brannd vegna fyrirhugaðrar lækkun veiðigjalda.

„Ég hef aldrei upplifað eins sterkt ákall frá minni og meðal fyrirtækjum um hversu erfitt ástandið er. Gengið hefur styrkst, fiskverð hefur verið lágt og veiðigjöldin eru einfaldlega þrisvar til fjórum sinnum hærri en þau hafa verið, sem hlutafall af rekstri fyrirtækjanna, að meðaltali síðustu tíu ár,“ svaraði Sigurður Ingi.

Björn Þór spurði þá hvort rétt sé að lækka veiðigjaldið á stórútgerðirnar.

„Það gildir ekki nákvæmlega sama um þær, enda er verið að gera átak til að koma sem mest til móts við minnstu fyrirtækin. Ég kom á nokkra staði um daginn. Það er einfaldlega þannig staðan, að það eru fjögur til fimm fyrirtæki sem falbjóða sig stærri fyrirtækjunum á hverjum einasta degi. Meira að segja minni fyriræki, sem eru stöndug fá tilboð um að kaupa kvótann. Það þarf að gera eitthvað í þessu. Ég held að við séum ekki að setja neitt í bál og brannd. Ég held að það verði yfirveguð umræða um þetta þegar menn nenna að setja sig ofan í málið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra og formaður Framsóknarflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: