- Advertisement -

Kenna væntingum verkalýðs um fall krónu

Andrés Magnússon, starfsmaður í Borgartúni 35, segir þær „óraunhæfu kröfur sem birtast í kröfugerð stærstu verkalýðsfélaganna“ ýta enn undir „að fyrirtækin leiti allra leiða til að hagræða og sjálfvirknivæða“. Þetta kemur fram í Mogga dagsins.

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir á sama stað, að fréttir af kröfugerð launþegasamtaka hafa örugglega haft sitt að segja um gengisþróunina síðustu daga með því að slá á væntingar í efnahagsmálum.

Þeir virðast sammála að kröfur láglaunafólks hafi þessar afleiðingar. Ekki er minnst á útstreymi gjaldeyris, svo dæmi sé tekið.

En hvernig skýra þeir þessa staðhæfingu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Eins og við Íslendingar þekkjum mætavel hefur veiking krónunnar þau beinu áhrif að verð á innfluttri vöru hækkar. Það er að gerast núna hjá heildsölum sem flytja inn vörur og hjá innlendum framleiðendum. Margir innlendir framleiðendur nota innflutt aðföng. Þau verða dýrari fyrir vikið,“ segir Andrés.

Kaupahéðnar eru samkvæmt þessu byrjaðir að hækka vörur umfram þörf í skjóli kröfugerðar láglaunafólks.

Ólafur Stephensen kýs dæmigerðan hræðsluáróður: „Við þurfum ekki nauðsynlega að taka kollsteypu. Kröfugerð launþegasamtakanna eykur vissulega áhyggjur okkar af því að missum lendingu hagkerfisins úr böndunum. Að hún verði mjög hörð í staðinn fyrir að vera mjúk.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: