- Advertisement -

„Kenna sig við kvenréttindi eða einhvers konar femínisma“

Þá má ætla að ef barnið er svipt möguleikanum á að umgangast annað foreldri sé það mikið áfall fyrir barnið.

„Það hefur komið mjög á óvart, alla vega hér áður, hve mikil andstaða hefur verið hjá mörgum þingmönnum sem ýmist kenna sig við kvenréttindi eða einhvers konar femínisma, eins og kallað er á útlensku, sem líta á þetta sem aðför að kvenréttindum, réttindabaráttu kvenna. Þá upplifði maður að þetta fólk liti svo á að börn væru einkamál kvennanna,“ sagði Brynjar Níelsson í þingræðu.

„Samfélagið er auðvitað mjög breytt og báðir foreldrar taka miklu meiri þátt í uppeldi og umönnun barna nú en áður. Þá má ætla að ef barnið er svipt möguleikanum á að umgangast annað foreldri sé það mikið áfall fyrir barnið. Það verði að flokkast sem brot gegn því eins og önnur vanrækslubrot gegn börnum sem geta verið með ýmsum hætti. Það þarf að taka á því,“ sagði hann þegar hann talaði fyrir refsingum við tálmun eða takmörkun á umgengi foreldra við börn sín.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Það væri þá ekki nema ef fólk bryti með grófum hætti gegn þessum skyldum sínum og gegn barninu að kæmi til einhverrar ákæru.

„Frumvarpið er til að tryggja að barn fari ekki á mis við þá umgengni sem gagnast barninu best og undirstrika að tálmun og takmörkun á umgengni er brýnt brot á forsjárskyldum foreldris. Það kann að vefjast fyrir einhverjum hvað felist í tálmun eða takmörkun á umgengni en það er þegar foreldri veldur því með einum eða öðrum hætti að úrskurður, dómur, dómsátt eða samningur aðila verður ekki framkvæmdur. Lykilatriði varðandi það að um sé að ræða brot foreldris, hvort sem það er lögheimilisforeldri eða umgengnisforeldri, er að fyrir liggja þessi atriði, úrskurður, dómur þar sem búið er að fara yfir málið og það er komin niðurstaða en lögheimilisforeldri eða umgengnisforeldri fer ekki eftir þeim úrskurðum eða dómum,“ sagði þingmaðurinn.

Ein tilvitnun enn í ræðu Brynjars: „Það er ekki þar með sagt að það þýði að lögreglan taki börn af heimilum. Það er ekki þannig. Þetta er allt skoðað nákvæmlega og fólki gefinn kostur á að láta af tálmun. Það kann að vera að úrræði sem yrði notað áður en kæmi til einhvers konar ákæru sé að breyta þá bara forsjánni ef staðan er sú hjá öðru foreldrinu að það tálmar. Þetta er allt út af fyrir sig mjög eðlilegt. Það væri þá ekki nema ef fólk bryti með grófum hætti gegn þessum skyldum sínum og gegn barninu að kæmi til einhverrar ákæru. Það væru þá alvarleg brot og ítrekuð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: