- Advertisement -

Kenna Kínverjum um stöðuna hjá sér

Svo kenna menn Kínverjum um að breiða út faraldurinn!

Marinó G. Njálsson skrifar:

Ýmsir þjóðarleiðtogar eru farnir að haga sér eins og verstu alkóhólistar. Kenna öllum öðrum um ástandið í sínum löndum.

Ég held að lítið hafi farið á milli mála upp úr 20. janúar að alvarlegur faraldur var í gangi í Wuhan í Kína. Á dögunum fram að mánaðamótum fjölgaði smituðum og dauðsföllum gríðarlega. Svo mikið að Kínverjar ákváðu að byggja bráðabirgðasjúkrahús á nokkrum dögum. Meðan þessu fór fram, þá ákváðu ríku þjóðirnar á Vesturlöndum að flytja þegna sína frá faraldursvæðinu heim. Ef marka má fréttir frá þessum tíma, þá var fólk ekki skimað fyrir smiti og þurfti ekki að fara í einangrun, þegar heim var komið. Svo kenna menn Kínverjum um að breiða út faraldurinn!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Trump hefur svo sem verið sér á báti í ásökunum sínum.

En hvað gerðu síðan hinar forríku þjóðir Vesturlanda. Jú, þær bara biðu og vonuðu að faraldurinn næði ekki til þeirra. Engar ferðatakmarkanir voru settar á fólk sem var að koma frá Kína og það gat því vaðið um allt. Besta dæmið er líklega Bretinn sem flaug frá Kína til Englands, fór þaðan á skíði í Ölpunum og bar síðan covid-19 veiruna til Tenerife.

Trump hefur svo sem verið sér á báti í ásökunum sínum gegn Kínverjum, en hans stjórn ákvað samt að hleypa Bandaríkjamönnum sem höfðu verið í Kína inn í landið án takmarkana og án læknisskoðunar eða dvalar í sóttkví. Sama gerðist þegar sett var ferðabann á Evrópu, að Bandaríkjamenn sem voru í Evrópu fengu óáreittir að fljúga til baka og blandast almenningi. Leið veirunnar inn í Bandaríkin var í gegn um New York frá Evrópu og Kaliforníu og Washington frá Kína.

Nú hefur Marcon, Frakklandsforseti, byrjað að koma með ásakanir á Kínverja. Ég man eftir því, að þegar faraldurinn var á mikilli uppleið á Ítalíu, þá höguðu Frakkar sér eins og faraldurinn myndi bara stoppa við landamærin. Samt var það þannig að 15. febrúar voru fleiri staðfest tilfelli í Frakklandi en á Ítalíu, 12 á móti 2. Næstu 10 daga fjölgaði þeim líklegast fyrir eitthvað kraftaverk hins vegar bara um 2 í Frakklandi meðan Ítalir greindu 321 nýtt smit.

Heimurinn (fyrir utan einlæga aðdáendur Trumps) horfir á og sér brestina.

Já, „alkóhólistarnir“ Trump og Marcon kenna Kínverjum um stöðuna hjá sér, en líta alveg framhjá getuleysi eigin stjórnvalda að takast á við faraldurinn. Kínverjar gengu hart fram og sýndu heimsbyggðinni hvernig ætti að gera þetta, þó ekki hafi öll meðulin verið mjúk í meðförum. Ég trúi svo sem hvorki tölum þaðan um smitaða né látna, en það skiptir ekki megin máli. Þeim tókst að bæla faraldurinn niður a.m.k. í bili. Frakkar hafa hins vegar misst alla stjórn á stöðunni og sömu leiðis Bandaríkjamenn. Heimurinn (fyrir utan einlæga aðdáendur Trumps) horfir á og sér brestina. Landlæknir okkar komst vel að orði um daginn, þegar hún sagði að á svona stundu væri gott að líta í eigin barm áður en menn fari að ásaka aðra.

Greinina birti Marinó á Facebooksíðu sinni og skrifaði:

(Ég frábið mér allar samsæriskenningar í athugasemdum og mun eyða slíkum athugasemdum.)



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: