- Advertisement -

Kemur útlendingunum dálítið spánskt fyrir sjónir

Árin fyrir hrun. 4. kafli.

Fréttir Ríkissjónvarpsins 8.3.2006

„Gengi íslensku bankanna lækkaði verulega í morgun, allt að 5%. Það er rakið til fremur neikvæðs álits stórs erlends verðbréfafyrirtækis á íslenska bankakerfinu. Gengi krónunnar lækkaði einnig umtalsvert.“

Auk Davíðs Oddssonar var leitað til þriggja manna. Tryggvi Þór Herbertsson, þá forstöðumaður Hagfræðastofnunar HÍ, sagði: „En jafnframt held ég að þetta sé slæmt svona upp á, ja þetta er enn eitt kornið í þennan mæli að það sé eitthvað verulegt að í íslenska hagkerfinu og ég held reyndar að þetta geti þá verið korn í það að gengið hérna muni fara að síga hægt og sígandi út árið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er leitt að fá neikvæðar greiningar af þessu tagi.

Ásgeir Jónsson, þá hagfræðingur KB-banka, sagði:

„Ég held nú í sjálfu sér að þessi skýrsla muni ekki hafa nein sérstök langtímaáhrif, ekki ein og sér. Það kannski vekur meiri áhyggjur er það, þessi þróun sem virðist vera á því hvernig erlendir aðilar eru að fjalla um íslenska hagkerfið og sem sagt íslensku bankana, að það eiginlega virðist vera að að það sé farin að vera ansi mikil þróun í átt til neikvæðni. Kannski er það líka að einhverju leyti eðlilegt vegna þess að hagsveiflan er að fara að ganga niður, það er svona hagkerfið hefur að einhverju leyti ofhitnað, það er nokkuð ljóst, við erum með, verðbólga hefur hækkað o.s.frv. Og þetta kemur útlendingunum dálítið spánskt fyrir sjónir.“

Halldór J. Kristjánsson, þá bankastjóri Landsbankans, sagði:

„Það er leitt að fá neikvæðar greiningar af þessu tagi. Ég bendi hins vegar á að oftast er hér um að ræða alveg nýja aðila sem að eru að hefja greiningar og vonandi batna þessar greiningar þeirra, þeir verða betur upplýstir um íslensk efnahagsmál, um íslenska bankastarfsemi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: