Ragnar Önundarson:
Nú er stefnt að sölu banka. Eðlilegt er að spurt sé hvort til greina komi að selja þeim fjárfestum banka sem áttu / voru í stjórn banka á bóluárunum fyrir hrun, í aðdraganda þess að þeir féllu? Kemur til greina að selja þeim banka sem voru í stjórnum fyrirtækja sem afskrifa þurfti milljarða á? Kemur það frekar til greina en að ráða sömu menn aftur sem bankastjóra ? Kemur til greina að endurtaka mistök?