„Fram kemur í gögnum að á brúnni verða tvær akreinar fyrir almenningssamgöngur, ein í hvora átt, með tvöfaldan hjólastíg vestan megin og göngustíg austan megin. Þetta eru mistök,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins í borgarráði, um væntanlega Fossvogsbrú.
„Eðlilegast er að göngustígurinn sé vestast, síðan strætó og hjólastígur austast. Rökin eru útsýni og upplifun sérstaklega í tengslum við kvöldsólarlag. Svo er að sjá sem Landssamband hjólreiðamanna telji líka hentugt að hjólastígurinn sé austan megin. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram í síðustu viku ábendingu sem barst honum sem þar sem færð eru rök fyrir því að betur færi á að göngustígur sé á vesturhluta brúarinnar og hjólastígurinn austan megin á brúnni. Eins og hönnun Fossvogsbrúar hefur verið kynnt myndi sólin fara að skína á vesturhlið brúarinnar milli kl. 13:00 og 14:00. Þá myndast skuggar frá handriðum inn á brúnna. Göngusvæði austan megin „króast“ af og skerðist þá útsýnisupplifun þeirra sem yfir brúna ganga. Í stuttu máli er upplifunin sterkari ef gönguleiðin er vestanmegin brúarinnar og hjólaleiðin austanmegin. Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekki koma til greina að breyta hönnuninni og að hönnunin sé algerlega úthugsuð. Það getur varla staðist og miður að fara eigi í svo fjárfrekt verkefni með eins áberandi galla og hér um ræðir,“ sagði Kolbrún.