Fréttir

Keflavíkurflugvöllur sjöunda stærsta flughöfn Norðurlanda

By Miðjan

January 12, 2016

Samfélag Túristi.is greinir frá að síðustu ár hafi Keflavíkurflugvöllur verið níunda stærsta flughöfn Norðurlanda en ekki komist ofar á lista þrátt fyrir að farþegum hér á landi hafi fjölgað um allt að fimmtung á milli ára.

Í fyrra fjölgaði farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hins vegar um fjórðung og voru þeir nærri 4,9 milljónir. Á sama tíma fækkaði farþegum lítillega í Þrándheimi og Stavanger og voru um 4,5 milljónir á báðum völlum. Þar með flýgur íslenska flugstöðin fram úr þessum tveimur norsku og upp í sjöunda sætið yfir stærstu flugvelli Norðurlanda eins og sjá má á turisti.is