- Advertisement -

Kaupum meira en við seljum

Viðskipti Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 51,1 milljarð króna og inn fyrir 52 milljarða króna fob (55,7 milljarða króna cif). Vöruskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um tæpa 0,9 milljarða króna. Í júlí 2013 voru vöruskiptin hagstæð um 5,3 milljarða króna á gengi hvors árs.¹

 

Fyrstu sjö mánuði ársins 2014 voru fluttar út vörur fyrir 316,5 milljarða króna en inn fyrir 332,7 milljarða króna fob (356,7 milljarða króna cif). Vöruskiptin við útlönd voru því óhagstæð um 16,2 milljarða króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 17,2 milljarða á gengi hvors árs.¹ Vöruskiptajöfnuðurinn var því  33,4 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Hlutur eldsneytis keypt erlendis af innlendum flutningsförum nemur um 13 milljörðum vegna nýs staðals fyrir vöruskipti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Útflutningur
Fyrstu sjö mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruútflutnings 35,7 milljörðum eða 10,1% lægra á gengi hvors árs1 en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 52,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 9,2% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna áls. Sjávarafurðir voru 42,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 12,6% lægra en á sama tíma árið áður.

Innflutningur

Fyrstu sjö mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruinnflutnings 2,3 milljörðum eða 0,7% lægra á gengi hvors árs¹ en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru, eldsneytis, fjárfestingavöru og flugvéla. Á móti kom aukinn innflutningur á fólksbílum og skipum.

 

Sjá nánar hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: