Vinnumarkaður Kaupmáttur meðallauna sjómanna hefur aukist um 6,5 prósent frá árinu 2008, en á sama tíma hefur kaupmáttur meðallauna á almennum vinnumarkaði dregist saman um 2,7 prósent. Þetta segir Friðrik Friðriksson, lögfræðingur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, heimasíðu Samtakanna, sfs.is.
„Þannig að sjómenn tóku enga skerðingu á sig í hruninu á meðan aðrir á almennum vinnumarkaði tóku á sig 15 til prósent tekjuskerðingu á meðallaunum samkvæmt útreikningum SA. Það gleymist oft í þessari umræðu að sem betur fer eru greidd góð laun í þessari atvinnugrein og fiskimenn hafa notið góðs gengis sjávarútvegsfyrirtækja síðastliðin misseri. Það reyndist hins vegar ekki vera grundvöllur til að ljúka samningum.“
Friðrik segir að ekki megi heldur gleyma því að undanfarin ár hafi verið mikil óvissa um hver yrði þróunin með fiskveiðistjórnarkerfið, hvort sem fyrrverandi eða núverandi ríkisstjórn ætti í hlut. Þetta ætti þátt í því að kjarasamningum hefði ekki verið lokið á síðustu árum, en launakostnaður væri stór liður í kostnaði útgerðarfyrirtækja.