Fréttir

Kaupmáttur rýrnaði milli ára

By Sigrún Erna Geirsdóttir

October 01, 2014

Þrátt fyrir að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist árið 2013 um  4,2% frá fyrra ári minnkaði kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 0,7%. Hefur hann verið að lækka frá því árið 2011. Kemur þetta fram í samantekt Hagstofu Íslands. Heildartekjur heimilanna jukust um 5,9% frá árinu 2012 til 2013.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.