Kaupmaður segir reglur vera hindranir
„Til að markaðurinn geti aðlagast sem best og hraðast þarf að tryggja að engar óþarfa hindranir þvælist fyrir,“ segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Basko, sem er dótturfélag Skeljungs, þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður.
Þetta segir Sigurður í Moggaviðtali í dag. Sigurður bölsótast yfir Samkeppniseftirlitinu sem hann segir hafa „tafið“ samruna tveggja stórra fyrirtækja í hálft ár.