„Hvers vegna er ég vaktaður af KS?“ Þannig skrifar Sigurjón Þórðarson fyrrverandi alþingismaður.
„Í gær fór ég inn á mína síðu hjá Kreditinfo og þar blasti við mér til mikillar undrunar að ég er vaktaður af tveimur aðilum þ.e. Kaupfélagi Skagfirðinga og Landsbankanum.
Sérstök vöktun KS og Landsbankans á fjármálum mínum, er æði undarleg þar sem ég er ekki í neinni skuld við hvorugan aðilann. Að vísu er ég með kreditkort hjá Landsbankanum, með heimild upp á 500 þús og á í óverulegum reiknisviðskiptum við KS, þar sem mér er til efs að heildaruppð ársins nái 300 þús kr.
Það sem er óþægilegt við þessa tilgangslausu upplýsingasöfnun er ég hef ekki verið látinn vita af henni. Mér finnst það vera lágmarks krafa gagnvart þeim aðilum sem ástunda vöktun s.s. KS og Landsbankanum að þeir láti viðskiptavini sína sem þeir vilja fylgjast grannt með, vita hvað þeir séu að bauka, t.d. hvað upplýsingum þeir eru að leita eftir og hvernig maður getur komist hjá vöktuninni t.d. með því að hætt reiknisviðskiptum ofl.“