- Advertisement -

Kaup Landsbankans vekja kurr innan veggja Valhallar

„Stjórn Varðar, kjördæmis- og fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kom saman til fyrsta fundar eftir aðalfund nú síðdegis. Fundurinn mótmælti harðlega kaupum Landsbankans á TM og lýsir yfir fullum stuðningi við fjármála- og efnahagsráðherra í að halda þeirri stefnu á lofti og koma í veg fyrir yfirvofandi þjóðnýtingu fyrirtækis í samkeppnisrekstri,“ segir í fréttatilkynningu frá stjórn Varðar.

 Mikils óróa gætir innan raða Sjálfstæðisflokksins með ákvörðun bankans að kaupa tryggingafélagið TM en bankasýslan var ekki upplýst um ákvörðun bankans. Þá hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, óskað eftir upplýsingum frá bankanum um hvernig staðið var að ákvörðun bankans. 

„Nauðsynlegt er að fá upp á yfirborðið hvernig bankanum dettur hug að fara gegn eigandastefnu ríkisins. Enda er það með hreinum ólíkindum að bankinn skuli taka svona stórar stefnumótandi ákvarðanir þvert á eigandastefnuna. Það hlýtur að segja sig sjálft að ríkið á ekki að vasast í rekstri fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Og það er á þeirri forsendu sem við í stjórn Varðar, stærsta kjördæmis- og fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, og raunar landsins alls, látum í okkur heyra,“ segir Albert Guðmundsson, formaður Varðar. 

Í ályktun stjórnar Varðar er útvíkkun á starfsemi bankans harðlega mótmælt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Stjórn Varðar, kjördæmis- og fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mótmælir harðlega framgöngu Landsbankans í útvíkkun á starfsemi sinni. Hún gengur gegn stefnu stjórnvalda og eigendastefnu ríkisins. Jafnframt lýsir stjórn Varðar yfir fullum stuðningi við fjármála- og efnahagsráðherra í að halda þeirri stefnu á lofti og koma í veg fyrir yfirvofandi þjóðnýtingu fyrirtækis í samkeppnisrekstri.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: