„Ég tel mjög mikilvægt, og hef óskað eftir því við hæstvirtur sjávarútvegsráðherra, að fram fari heildarmat á þessum veiðum, ekki eingöngu út frá stofnstærð heldur út frá sjálfbærri þróun, þ.e. annars vegar um efnahagsleg áhrif veiðanna og samfélagsleg en líka heildstæð umhverfisáhrif. Það tengist auðvitað því sem þingmaðurinn nefnir um loftslagsáhrif. Slíkt mat þarf að fara fram og ég tel ekki að það hafi farið fram eins og hv. þingmaður þekkir því hún hefur spurt mig að því áður. Hagfræðastofnun Háskóla Íslands gaf út skýrslu sem ég taldi ekki veita slíkt fullnægjandi mat og ég legg mikla áherslu á að það verði framkvæmt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi, þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurði hana um hvalveiðar Íslendinga.
Miðjan
Ritstjóri Miðjunnar.