Stjórnmál

Katrín vill skýringar frá Ásgeiri

By Miðjan

April 26, 2021

„Hefði ég verið blaðamaður hefði ég beðið um seðlabankastjóra dæmi. Ég verð nú að viðurkenna að ég hefði kosið að hann færi yfir það hvað hann ætti nákvæmlega við með þessu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag.

Hún var spurð um ummæli Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra um ofurríki hagsmunaaðila og stórfyrirtækja.

„Við skulum bara átta okkur á því að hér skiptir máli að nefna dæmi. Hins vegar held ég og ítreka að það væri áhugavert að fá nánari skýringar á þessu hjá seðlabankastjóra því að þetta er auðvitað mjög stór staðhæfing sem hann fer með og það skiptir máli að við ræðum þessi mál, hvernig hagsmunaaðilar beita sér og hvaða gagnsæi ríkir um það. Þar höfum við í ríkisstjórninni einmitt beitt okkur fyrir auknu gagnsæi, sem veitir ekki af í þessu litla samfélagi okkar,“ sagði Katrín.