Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, horfði á sjónvarpið í gærkvöld, og skrifaði þetta:
„Það var svolítið broslegt að hlusta á forsætisráðherra í fréttunum áðan tala um nauðsyn þess að auka greiðslur til barnafólks og auka húsnæðisstuðning. Einkum í ljósi þess að í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem stjórnarflokkarnir samþykktu í vor, er hvergi gert ráð fyrir eflingu þessara mikilvægu jöfnunartækja. Forsætisráðherra sjálf greiddi reyndar atkvæði gegn tillögu Samfylkingarinnar einmitt í þá veru. En batnandi mönnum er best að lifa og vonandi fylgja aðgerðir þessum orðum.“