- Advertisement -

Katrín valdi lengri kosningabaráttu

Þingið er auðvitað aðal „víg­völl­ur“ stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu.

Því fer fjarri að kosningabarátta vegna þingkosninganna verði styttri sökum þess að forsætisráðherra ákvað að kosið verði í seint í september á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir og ríkisstjórn hennar sitja ekki á friðarstóli. Kosningabaráttan hefst í þessum mánuði þegar Alþingi kemur saman og mun standa fram að kosningum. Með einhverjum hléum. Fram undan er síðasti þingvetur núverandi ríkisstjórnar. Það verður barist og tekist á í allan vetur.

„Ég sé raun­ar fyr­ir mér að kosn­inga­bar­átt­an verði snarp­ari og styttri, sem er að mörgu leyti æski­legt og ég held að kjós­end­um líki ekki illa,“ segir Katrín marglesnu Moggaviðtali.

„Þingið er auðvitað aðal „víg­völl­ur“ stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu,“ segir hún. Það má vel vera rétt. Utan þings er margt fólk í sóknarhug. Kosningabaráttan verður löng og ströng fyrir Katrínu og hennar flokk og hennar fólk.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Annað er ómögulegt en að stjórnarandstæðingar byrji snemma og nýti öll tækifæri sem bjóðast til að varpa ljósi á veikleika ríkisstjórnarinnar. Nema kannski þeir sem sjá sig sem fjórða hjólið undir vagni ríkisstjórnarinnar.

Virkilega spennandi tímar eru fram undan í íslenskum stjórnmálum.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: