Stjórnmál

Katrín toppar Jóhönnu

By Ritstjórn

July 27, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Árið 2009 varð Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og fékk 935 þúsund. kr. í laun fyrir starfið. Það eru rétt rúmlega 1,4 m.kr. á verðlagi dagsins, 16,9 m.kr á ári. Í dag er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og fær fyrir það 2.360.053 kr. á mánuði sem gera 28,3 m.kr. á ári. Katrín er með 68% hærri laun en Jóhanna miðað við verðlag dagsins í dag, 11,4 m.kr. meira á ári, tæplega 46 m.kr. meira á kjörtímabili.