Katrín stofnaði nefnd sem virðist ekki vera til
„Illa er nú komið fyrir þeim á Íslandi sem verða fyrir því að aðrir eigni sér tilgátur þeirra og rannsóknarstarf. Ekki mun Siðanefnd Háskóla Íslands blanda sér í slíkt meðan hún liggur niðri, og efast má af ofangreindum ástæðum um hæfi núverandi rektors til að tilnefna nýjan formann siðanefndar, hvers hlutlægni megi treysta. Í öðru lagi sendi ég mál mitt til Nefndar um vandaða starfshætti í vísindum sem skipuð var af forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, árið 2019. Sú nefnd er enn á vergangi milli ráðuneyta og hefur verið óstarfhæf síðan hún var skipuð. En ef svo vildi til að skikk kæmist á umræddar nefndir, þá yrði að óbreyttu sú lausn í boði að starfsfólk Háskóla Íslands geti skráð sig í launalaust leyfi á meðan það hyggst gera eitthvað vafasamt,“ skrifar Bergsveinn Birgisson á Vísi, fyrr í dag.
Samkvæmt þessu stofnaði Katrín Jakobsdóttir til nefndar sem nú er á vergangi. Er þar sem gagnslaus. Ætli nefndarmenn séu á launum?