Fréttir

Katrín stendur þétt að baki Sigurðar Inga

By Ritstjórn

April 04, 2022

Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingu:

Ef Vigdís Häsler, alin upp af íslenskum foreldrum, vel menntuð með framhaldsgráðu frá breskum háskóla, kona sem hefur starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og er núna framkvæmdastjóri stórra hagsmunasamtaka, þarf að þola svona áreitni frá valdhafa á grundvelli uppruna og húðlitar, hvað segir það okkur almennt um veruleika fólks af erlendum uppruna sem býr á Íslandi?

Það kom engin afsökunarbeiðni frá Sigurði Inga fyrr en eftir að pólitískum aðstoðarmanni hafði mistekist að ljúga hann út úr málinu. „Ég ítreka það að ég dreg ekki heilindi hæstvirts innviðaráðherra í efa í þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, leiðtogi ríkisstjórnar sem rekur harða útlendingastefnu, var nú síðast að rústa talsmannaþjónustu Rauða krossins og lagði einmitt í dag enn einu sinni fram mannfjandsamlegt frumvarp um að skerða réttindi fólks sem leitar hælis á Íslandi. Ömurleg skilaboð til samfélagsins.