- Advertisement -

Katrín skýlir sér bak við Þorgerði Katrínu

Mogginn spyr: „En hvað með gagnrýni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem greint var frá á forsíðu Morgunblaðsins í gær, um að ríkisstjórnin skyti sér undan ábyrgð með því að skýla sér á bak við almannavarnateymið?“

„Ég furða mig satt best að segja á því ef stjórnmálamenn ætla að notfæra sér faraldurinn og sóttvarnaraðgerðir okkar til pólitískrar tækifærismennsku. Við berum ábyrgð á aðgerðum stjórnvalda, sem eru unnar í náinni samvinnu við sérfræðingana. Þar er sífellt samtal í gangi. Það eru mörg dæmi í heiminum um stjórnmálamenn, sem þykjast hafa öll svör um faraldurinn á reiðum höndum. Við erum ekki í þeim hópi,“ segir forsætisráðherra.“

Hvaða rugl er þetta? Er verið að hleypa öllu upp í bál og brand? Forsætisráðherra er í vondum málum og brúkar nýfengið kærleikssamband sitt við Mogga Davíðs til að benda á stjórnarandstæðing til að skýla sér undan eigin verkum. Nú þarf Þorgerður Katrín að svara fyrir sig. Svo heldur þetta áfram, koll af kolli.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: