Mogginn spyr: „En hvað með gagnrýni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem greint var frá á forsíðu Morgunblaðsins í gær, um að ríkisstjórnin skyti sér undan ábyrgð með því að skýla sér á bak við almannavarnateymið?“
„Ég furða mig satt best að segja á því ef stjórnmálamenn ætla að notfæra sér faraldurinn og sóttvarnaraðgerðir okkar til pólitískrar tækifærismennsku. Við berum ábyrgð á aðgerðum stjórnvalda, sem eru unnar í náinni samvinnu við sérfræðingana. Þar er sífellt samtal í gangi. Það eru mörg dæmi í heiminum um stjórnmálamenn, sem þykjast hafa öll svör um faraldurinn á reiðum höndum. Við erum ekki í þeim hópi,“ segir forsætisráðherra.“
Hvaða rugl er þetta? Er verið að hleypa öllu upp í bál og brand? Forsætisráðherra er í vondum málum og brúkar nýfengið kærleikssamband sitt við Mogga Davíðs til að benda á stjórnarandstæðing til að skýla sér undan eigin verkum. Nú þarf Þorgerður Katrín að svara fyrir sig. Svo heldur þetta áfram, koll af kolli.