„Á meðan við spólum í sama farinu með því að ræða alltaf bara einstök mál þá komumst við ekkert áfram, því að við þurfum kerfisbreytingar til að ná raunverulegum árangri,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í gær þegar rætt var um traust fólks á stjórnmálum. Flestum var Samherjamálin efst í huga.
Katrín vill sem sagt, áður en þingið lætur þau mál til sín taka, vinna að kerfisbreytingum. Síðari ræðu sína endaði hún svona:
„Að lokum, herra forseti skiptir máli fyrir Alþingi sem einn aðila málsins að við skoðum öll líka hvernig framganga okkar er og hvort hún er til þess fallin að auka traust á Alþingi.“
Katrínu tókst að flytja tvær ræður um spillingu án þess að nefna Samherja á nafn.