- Advertisement -

Katrín og milljón krónu spurningin

„Undanfarnar vikur hef ég verið í rökræðu við hina ýmsu hægri menn og þar með talið ráðherra og forsvarsfólk Samtaka atvinnulífsins um hvort hækkun atvinnuleysisbóta dragi úr atvinnuþátttöku eða ekki. Ég hef skoðað fjölmargar rannsóknir m.a. frá Yale og Harvard sem sýna að svo er ekki. Þetta er því hægri mýta í anda Thatcher sem hefur verið hrakin. Því var virkilega ánægjulegt að hlusta í morgun á aðalhagfræðing Kviku banka sem lýsir þeirri skoðun að tímabundin hækkun atvinnuleysisbóta hafi ekki letjandi áhrif á atvinnuleitendur við okkar aðstæður. Hagfræðingurinn sagði að eina sem skorti fyrir hækkun bóta væri vilji stjórnvalda,“ skrifar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

„Samfylkingin tók þennan slag strax í vor þegar veiran barst til landsins og lagði fram þingmál sem hefði hækkað þessar lágu bætur (243 þús. eftir skatt),“ skrifar Ágúst Ólafur.

-Bjarni Ben felldi tillöguna okkar því hann heldur að hækkun atvinnuleysisbóta fæli fólk frá atvinnuleit. Gott og vel, þessi skoðun hans er ekki byggð á staðreyndum en er þó hans réttlæting.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bjarni Benediktsson sagði nei.

-Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavars, Lilja Alfreðs, Sigurður Ingi, Ásmundur Einar og allir þingmenn VG og Framsóknar felldu einnig tillöguna. En forsætisráðherra sagði samt í þinginu í vikunni að hún teldi ekki að hækkun atvinnuleysisbóta myndi fæla fólk frá atvinnuleit.

Fyrst Katrín segist ekki deila skoðun Sjálfstæðismanna að hækkun dragi úr atvinnuleit, af hverju felldi hún þá tillöguna um hækkun þessara bóta? Það er milljón krónu spurning dagsins.

-Af hverju felldu VG og Framsókn hækkun atvinnuleysisbóta? Hver er þeirra réttlæting?

-Og af hverju má ekki stundum hugsa fyrst um fólk í stað fyrirtækja?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: